Sigurhátíð lífsins

Kross­inn var ekki enda­lok Jesú," seg­ir Sig­ur björn bisk­up Ein­ars­son í bók sinni Haust­dreif um, "held­ur nýtt upp­haf, nýr sátt­máli, nýtt, skap­andi mátt­ar­verk Guðs, op­in­berað í upprisunni." Þetta eru orð að sönnu. Pásk­arn­ir eru sig­ur­hátíð lífs­ins yfir dauðanum. "Dauðinn dó, en lífið lif­ir," seg­ir í kunn­um sálmi. Í hverf­ul­leika lífs­ins get­um við leitað halds og trausts í þeirri vissu, að Jesús lét lífið á kross­in­um fyr­ir alla menn. Fagnaðarboðskap­ur­inn, sig­ur lífs­ins yfir dauðanum, er kjarn­inn í helgi pásk­anna. Föstu­dag­ur­inn langi, píslar­ganga Krists og kross­fest­ing hans á Golgata eru á hinn bóg­inn vitn­is­b­urðir um breyzk­leika mann­anna, sem eru hinir sömu í dag og fyr­ir tvö þúsund árum. Dóm­ar­ar, sem dæmdu Krist, her­menn, sem pyntuðu hann, og lýður sem heimtaði Barra­bas laus­an eiga sér hliðstæður með öll­um kyn­slóðum, einnig okk­ar eig­in. Styrj­ald­ir 20. ald­ar­inn­ar og margs kon­ar hörm­ung­ar, sem þjóðir heims hafa leitt hver yfir aðra ­ sem ein­stak­ling­ar á líðandi stundu leiða hver yfir ann­an ­ bera þess­um breyzk­leika fjöl­mörg, átak­an­leg og sorg­leg vitni. Mann­legt eðli er samt við sig þótt ytri aðstæður fólks hafi breytzt til hins betra, einkum á þess­ari öld tækni og vís­inda. En hvarvetna heims um ból má einnig finna hið gagn­stæða, kær­leik­ann, sem Krist­ur boðaði. Krist­in kenn­ing hef­ur með marg­vís­leg­um hætti sett mark sitt á sam­fé­lög manna, menn­ingu og viðhorf. Þessa sjást merki í lög­gjöf þjóða, al­manna­trygg­ing­um, heil­brigðisþjón­ustu og margs kon­ar mannúðar­starfi, m.a. fjölþjóðlegu hjálp­ar­starfi. Kær­leiks­boðskap­ur kristn­inn­ar seg­ir og til sín í sam­skipt­um fólks, ekki sízt þegar óvænt­ir at­b­urðir og ytri aðstæður kalla á sam­stöðu þess og sam­hjálp. Það þekkj­um við Íslend­ing­ar, sem byggj­um harðbýlt land þar sem nátt­úru­ham­far­ir eru hluti af lífs­reynslu kyn­slóðanna. Í þessu sam­bandi verður held­ur ekki komizt hjá því að minna á leit manns­ins að til­gangi og feg­urð í til­ver­unni. Þar sem maður­inn rís hvað hæst í þess­ari feg­urðarleit, í list­sköp­un og -túlk­un, bók­mennt­um, mynd­verk­um og tónlist, verður ár­ang­ur­inn ekki skýrður með lík­am­leg­um þörf­um, held­ur fyrst og fremst með Guðsneist­an­um í sálu hans. Sig­ur­björn bisk­up Ein­ars­son seg­ir í Haust­dreif­um, sem fyrr er vitnað til: "Pásk­arn­ir hans [Krists] eru ei­líf­gild yf­ir­lýs­ing, óhagg­an­legt sigur­orð hans: Ég lifi. Og nú er það sælt að hugsa til þess að mega áfram eiga vit­und, líf, til­veru um enda­laus­ar ald­ir, sem þó verða aldrei annað en ein ei­líf andrá full­kom­inn­ar, ólýs­an­legr­ar lífs­nautn­ar í ríki þeirr­ar elsku, sem brauzt í gegn­um all­ar víg­lín­ur hins illa á pásk­um. Þá var það stríð unnið, sem mark­ar end­an­leg­an sig­ur í styrj­öld­inni, þó að enn sé barizt og myrkrið á flótta sín­um mátt­ugt og ægi­legt. Það er dæmt. Og þá vil ég ekki láta myrkrið eiga mig, dauðans dæmda myrk­ur. Ég vil ját­ast líf­inu. Það er trú, krist­in trú, páska­trú að taka sig­ur Guðs gild­an og láta sigr­ast af hon­um, sem hef­ur lykla dauðans og helj­ar og lif­ir um ald­ir alda." Framund­an er vorið þegar hækk­andi sól vek­ur gróður­ríkið til nýs lífs af vetr­ar­svefni. Þessi árstíð fell­ur vel að boðskap pásk­anna, sig­ur­hátíðar lífs­ins yfir dauðanum: Krist­ur, sem er ljós heims­ins, sól­in í hug­ar­heimi og trú­ar­lífi fólks, leiðir það frá lífi til lífs. Þessi boðskap­ur hef­ur fyllt huga skálds­ins og þjóðskör­ungs­ins Hann­es­ar Haf­steins, fyrsta ráðherra okk­ar [1904], þegar hann lof­ar Guð vors lands í eft­ir­far­andi ljóðlín­um: Sól­unni meiri er sál­in, og sáln­anna faðir ert þú. Sál­irn­ar sam­an þú leiðir um sól­fegri, leiftrandi brú, brú frá lífi til lífs; til lífs, sem ei mann­vitið skil­ur, lífs, sem þú átt­ir um ei­lífð, en ennþá dauðinn oss hyl­ur. Sann­lega sú kem­ur stund, að vér sjá­um, skynj­um og reyn­um, enda­laus ógrynni dýrðar, sem opn­ast ei dauðleg­um nein­um. En dauðleg­ir eru þeir ein­ir, sem ei vilja Drott­in sjá, og skort­ir vit til að vilja, og vilj­ann: sig­ur að fá. Morg­un­blaðið árn­ar les­end­um sín­um og lands­mönn­um öll­um gleðilegra og slysa­lausra páska.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert