Minni vímuefnaneysla með leiðandi uppeldi

Upp­eld­is­hætt­ir for­eldra geta haft áhrif á það hvort ung­ling­ar neyta áfeng­is og vímu­efna. Þannig eru ung­ling­ar sem búa við leiðandi upp­eld­is­hætti ólík­leg­ari til að hafa neytt áfeng­is við 14 ára ald­ur og til að drekka mikið í senn við 17 ára ald­ur en þeir sem búa við af­skipta­lausa upp­eld­is­hætti. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum viðamik­ill­ar rann­sókn­ar á áfeng­is- og fíkni­efna­notk­un ung­linga sem Sigrún Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands, hef­ur gert. Við rann­sókn­ina byggði Sigrún á kenn­ing­um Díönu Baumrind, sem hef­ur gert grein­ar­mun á ferns kon­ar upp­eld­is­hátt­um, leiðandi, eft­ir­lát­um, skip­andi og af­skipta­laus­um. Sam­kvæmt skil­grein­ing­unni krefjast leiðandi for­eldr­ar þroskaðrar hegðunar af barn­inu og taka vel á móti hug­mynd­um þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er til­hlýðilegt og hvað ekki, nota til þess út­skýr­ing­ar og hvetja börn­in til að skýra út sjón­ar­mið sín.

Börn leiðandi for­eldra drekka minna og neyta síður vímu­efna





Ung­ling­ar af­skipta­lausra/​11
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka