Magnús Torfi Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á heimili sínu 3. nóvember sl. Hann var 75 ára að aldri.
Magnús Torfi var blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1945 og ritstýrði blaðinu á árunum 1959-62. Hann var kjörinn alþingismaður Reykvíkinga fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna vorið 1971 og sat á Alþingi til ársins 1978. Hann var landskjörinn þingmaður árið 1974 og sat alls á átta þingum. Magnús Torfi var menntamálaráðherra á árunum 1971-74 og jafnframt félagsmála- og samgönguráðherra í nokkra mánuði sumarið 1974. Hann var 1. varaforseti neðri deildar á árunum 1974-78. Eftir það var hann blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar frá 1978-1989 og gegndi jafnframt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.Eftirlifandi eiginkona Magnúsar Torfa er Hinrika Kristjánsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.