Varnargarður bjargaði er snjóflóð féll á Siglufirði

Varnargarður kom í veg fyrir að snjóflóð sem féll úr Strengsgili við Siglufjörð lenti á byggð. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði virkaði garðurinn, sem byggður var í sumar, alveg eins og hann átti að gera og fór flóðið meðfram honum þótt hann sé ekki fullgerður.

Lögreglan sagði að vart hefði orðið við flóðið klukkan hálfþrjú í dag en talið væri að það hefði fallið nokkru fyrr. Snjóflóðaeftirlitsmaður rannsakaði verksummerki en ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort hús verða rýmd vegna frekari snjóflóðahættu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert