"Við dugum í þetta" segir Viðeyjarsundkappi

Tveir sundkappar ætla að leggja frá Reykjavíkurhöfn um klukkan hálf fimm í dag og synda til Viðeyjar og aftur til baka. Þeir reikna með að hitastig sjávar sé um tíu gráður og að sundið taki þá um eina klukkustund. Annar kappanna var hinn hressasti þegar fréttavefur Morgunblaðsins náði tali af honum rétt í þessu og sagði að þeir félagar myndu alveg duga í afrekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert