Leikskólakennarar samþykktu úrsögn úr BSRB

Félagsmenn í Félagi íslenskra leikskólakennara samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að segja sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og sækja þess í stað um aðild að nýju kennarasambandi. Mun félagið ganga úr BSRB um áramótin og sækja um aðild að Kennarasambandi Íslands á stofnþingi þess 11.-13 nóvember.

Fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra leikskólakennara að 785 félagsmenn hafi greitt atkvæði um úrsögn úr BSRB eða 61,6% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 768 eða 97,8% en nei sögðu 13 eða 1,7%. Auðir seðlar voru 4 eða 0,5%. Í atkvæðagreiðslu um aðild að nýju kennarasambandi greiddu 865 atkvæði eða 64,2%. Já sögðu 828 eða 95,7%, nei sögðu 25 eða 2,9% og auðir seðlar voru 12 eða 1,4%.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert