Ekki hægt að horfa fram hjá mótmælum

Skúli Víkingsson formaður samtakanna Verndum Laugardalinn, og Ingibjörg Sólrún skoða …
Skúli Víkingsson formaður samtakanna Verndum Laugardalinn, og Ingibjörg Sólrún skoða undirskriftarlistana.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti í dag viðtöku rúmlega 35 þúsund undirskriftum frá samtökunum Verndum Laugardalinn, en í texta skjalsins sem fólk skrifaði undir er fyrirhuguðum byggingaáformum í Laugardal mótmælt. Ingibjörg Sólrún segir að vega verði saman fjölda þeirra sem afstöðu tóku og þau rök sem liggja fyrir í málinu.

„Frestur til að gera athugasemdir við skipulagið rennur ekki út fyrr en 8. október og væntanlega hafa margir aðrir borgarbúar skoðun á málinu og vilja koma henni á framfæri. Þetta er ekki aðeins spurning um fjölda, heldur einnig rök, en það er ekki hægt að horfa framhjá þessum mótmælum og þeim tilfinningum sem þarna koma fram. Ég held þó að vanti meiri umræðu en verið hefur um skipulagsmál," segir borgarstjóri. Hún sagðist taka þessa undirskriftarsöfnun alvarlega og detti ekki annað í hug en að þeim sem þar settu nafn sitt væri full alvara í að vilja ekki byggingar á þessum stað. „Borgaryfirvöld munu ekki hunsa þessa söfnun, heldur reyna að koma til móts við þessi sjónarmið að því marki sem hægt er," segir Ingibjörg Sólrún.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert