Grýla og Leppalúði mættu í dag á uppskeruhátíð sem haldin var í Húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík í tilefni þess að verið er að gefa út heildardagskrá Menningarborgarinnar. Verður dagskránni dreift á milli jóla og nýárs inn á öll heimili í landinu. Menningarárið hefst formlega 29. janúar árið 2000 og verða um 250 liðir í dagskrá sem stendur allt árið. Undirbúningur hefur staðið í fimm ár, en hann hófst árið 1994 þegar ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg tóku höndum saman um sækjast eftir því að Reykjavík yrði menningarborg Evrópu árið 2000.
www.reykjavik2000.is