Sigraði í söngkeppni

Ragnheiður Gröndal syngur til sigurs.
Ragnheiður Gröndal syngur til sigurs.

Ragn­heiður Grön­dal, nemi úr Garðaskóla í Garðabæ, bar sig­ur úr být­um í ár­legri söng­keppni sam­taka fé­lags­miðstöðva, SAMFÉS, sem hald­in var í íþrótta­húsi Garðabæj­ar í gær­kvöldi. Söng hún lagið To Love You More sem þekkt er í flutn­ingi söng­kon­unn­ar Cel­ine Dion. Kepp­end­ur frá 31 fé­lags­miðstöð víða um land tóku þátt í keppn­inni og að sögn Jóns Rún­ars Hilm­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SAMFÉS, fylgd­ust um 1.500 ung­ling­ar með keppn­inni sem fór afar vel fram.

Í öðru sæti voru stúlk­ur frá fé­lags­miðstöðinni Hóln­um í Kópa­vogi, þær Arna Rún Ómars­dótt­ir, Lilja Helga­dótt­ir og Gyða Arna Hall­dórs­dótt­ir, og í þriðja sæti voru þau Sig­ur­laug Gísla­dótt­ir frá Tóna­bæ og Krist­ín Ýr Bjarna­dótt­ir, Friðrik Fann­ar Gísla­son og Pét­ur Örn Gunn­ars­son frá Miðbergi í Breiðholti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka