Roger Whittaker hlaut góðar undirtektir

Whittaker með gítarinn á Broadway í kvöld.
Whittaker með gítarinn á Broadway í kvöld. mbl.is/Jón Svavarsson

Dægurlagasöngvarinn Roger Whittaker, sem á að fagna vinsældum um heim allan, skemmti á Broadway við góðar undirtektir í kvöld en þar mun hann halda ferna tónleika næstu daga. Fór hann á kostum og hlaut góðar undirtektir er hann flutti slagara á borð við Durham Town, I Don't Believe in If Anymore, The Last Farewell og nokkur sinna frægu blísturslaga. Whittaker fæddist í Nairóbí í Kenýa árið 1939. Hefur hann selt yfir 50 milljónir hljómplatna. Hingað kom hann frá Englandi þar sem hann hvíldist eftir langa hljómleikaferð um Kanada og Bandaríkin sem lauk rétt fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert