Könnun sem heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í janúarlok á tíðni camphylobactermengunar í ferskum kjúklingum sýnir að 38% sýna úr kjúklingum frá Reykjagarði voru jákvæð og 27% sýna frá Ferskum kjúklingum ehf. Engin mengun var hins vegar í sýnum frá Ísfugli. Hefur heilbrigðisnefndin falið Heilbrigðiseftirlitinu að gera næstu könnun á ástandi ferskra kjúklinga þegar í lok þessa mánaðar og hótar aðgerðum komi ekki verulegur árangur í ljós.