Mannvernd ákveður að höfða mál vegna gagnagrunns

Samtökin Mannvernd hafa ásamt öðrum ákveðið að láta reyna á nokkur ákvæði laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði fyrir dómstólum. Þeir sem að málarekstrinum standa telja að lögin, reglugerðin og rekstrarleyfið brjóti í bága við réttindi sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna, almennings og barna vegna þess að um sé að ræða persónugreinanlegar upplýsingar sem verði afhentar þriðja aðila án samráðs við sjúklinga eða heilbrigðisstarfsmenn. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður mun reka málið fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert