Björk vildi kaupa Elliðaey á Breiðafirði

Heimild var gefin til að selja eyna Elliðaey á Breiðafirði, sem er í ríkiseigu, vegna þess að Björk Guðmundsdóttir söngkona vildi kaupa hana. Frá þessu skýrði Kristinn H. Gunnarsson formaður þingflokks Framsóknarflokksins í samtalsþætti á Rás-2 í dag. Var heimildin gefin á síðustu dögum þings fyrir jól en ekki var nánar greint frá forsendum þá. Um leið var gefin heimild til að selja Málmey á Skagafirði en ekki liggur fyrir hvort kaupendur eru komnir að henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert