Melsteðs - Edda afhent

Örn Arnarsson afhendir Vésteini Ólasyni forstöðumanni Árnastofnunar Snorra-Edduna.
Örn Arnarsson afhendir Vésteini Ólasyni forstöðumanni Árnastofnunar Snorra-Edduna. mbl.is/Þorkell

Stofnun Árna Magnússonar fékk í dag að gjöf handrit af Snorra-Eddu við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Örn Arnarsson læknir og ræðismaður Íslands í Minnesota keypti handritið af Ken Melsteð í Kanada til þess að geta afhent Árnastofnun það.

Til eru mörg pappírhandrit af Eddu Snorra Sturlusonar auk skinnhandritanna. Talið er að handritið sem Örn gaf Árnastofnun sé frá árinu 1765 og að það hafi verið ritað og myndskreytt af Jakob Sigurðsyni bónda og skáldi í Vopnafirði. Handritið barst með Íslendingum vestur um haf og hefur í langan tíma verið í eigu ættar sem kennir sig við nafnið Melsteð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert