Skipulagstillaga um íbúðabyggð þar sem Reykjavíkurflugvöllur er

Tillaga Samtaka um betri byggð um íbúðabyggð þar sem Reykjavíkurflugvöllur …
Tillaga Samtaka um betri byggð um íbúðabyggð þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú.

Samtök um betri byggð kynntu í dag skipulagstillögu sem þau hafa látið vinna sem gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur og í stað hans reist íbúðabyggð á nesinu vestan Elliðaáa og þar verði vaxtarbroddur höfuðborgarinnar á 21. öld. Einnig kynntu samtökin hugmyndir um átta aðra staði fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Gert er ráð fyrir því í tillögunni að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi úr 165 þúsund árið 2000 í 220 þúsund árið 2020 og í 270 þúsund árið 2040. Gerir tillagan ráð fyrir verulega þéttri byggð í og við miðborg Reykjavíkur og þéttri byggð í miðbæjum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aukinni landþörf fyrir iðnað, athafnasvæði og hafnsækna starfsemi verði að mestu mætt utan nessins og síðar við nýja hafskipahöfn við Engey og Akurey. Þeir átta staðir sem samtökin stinga upp á fyrir flugvöll í Reykjavík eru Álfsnes, Geldinganes, Engey, Akurey, Skerjafjörður, og tvær staðsetningar út af Álfsnesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert