Samtök um betri byggð kynntu í dag skipulagstillögu sem þau hafa látið vinna sem gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur og í stað hans reist íbúðabyggð á nesinu vestan Elliðaáa og þar verði vaxtarbroddur höfuðborgarinnar á 21. öld. Einnig kynntu samtökin hugmyndir um átta aðra staði fyrir Reykjavíkurflugvöll.