Olíufélag sækir um olíuleitarleyfi

Erlent olíufélag sótti í febrúar formlega um leyfi til olíu- og gasleitar í íslenskri lögsögu. Sérfræðingur á vegum fyrirtækisins kom til Íslands í fyrra til að afla upplýsinga um möguleika á olíuleit og olíuvinnslu og lýsti yfir áhuga fyrirtækisins á að fá leyfi til olíu- og gasleitar allt frá Jan Mayen hrygg í norðri að Hatton-Rockall banka í suðri. Hann lýsti einnig yfir áhuga á setlagasvæðinu fyrir Norðurlandi en taldi það vera sísta svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert