Lítil rúta með sautján farþegum innanborðs fauk á hliðina undir Ingólfsfjalli laust eftir klukkan tvö í dag. Engan sakaði. Mjög hvasst var og hálka að sögn lögreglunnar á Selfossi. Rútan var nánast kyrrstæð þegar hún fauk á hliðina, að sögn lögreglumanns sem fór á vettvang.