Lagið "Hvert sem er" eftir Örlyg Smára og Sigurð Örn Jónsson var í kvöld valið til að keppa fyrir Íslands hönd í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Stokkhólmi 13. maí. Lagið var valið í þættinum Stutt í spunann í Sjónvarpinu í kvöld og gátu áhorfendur hringt inn og valið á milli fimm laga. Flytjendur voru Telma Ágústsdóttir söngkona hljómsveitarinnar Spur og Einar Ágúst Víðisson söngvari hljómsveitarinnar Skítamórals.
Að sögn Hjálmars Hjálmarssonar annars umsjónarmanns Stutt í spunann er lagið hresst og grípandi stuðlag sem auðvelt er að syngja með.