Kröftugt gos á 6-7 kílómetra langri sprungu

Tignarlegt var að sjá til eldstöðvanna úr Eyjum en þessi …
Tignarlegt var að sjá til eldstöðvanna úr Eyjum en þessi sjón blasti við Sigurgeir ljósmyndara undir klukkan 18:30 í kvöld. Mökkurinn þeytist til lofts á ógnarhraða og neðst á myndinni sjást hrauntaumar niður Hekluhlíðar. mbl.is/Sigurgeir

„Það virtist sem það væri opin sprunga eftir endilöngum Hekluhryggnum og okkur telst til að hún hafi verið um 6-7 kílómetra löng. Það gaus á allri sprungunni og víða stóðu býsna öflugir strókar upp af henni, að minnsta kosti tugi metra í loft upp ef ekki hærra," sagði Guðrún Larssen jarðfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld en hún flaug um kvöldmatarleytið yfir gosstöðvarnar í Heklu ásamt fleiri vísindamönnum. Talsvert öskufall hefur verið frá gosinu og á ellefta tímanum í kvöld var farið að bera á öskufalli frá Heklu á Akureyri og víðar á Norðurlandi.

Kröftugt og hefðbundið Heklugos

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert