Þrír létust og sjö slösuðust alvarlega

Rútan hafnaði á hliðinni utan vegar en jeppinn er uppi …
Rútan hafnaði á hliðinni utan vegar en jeppinn er uppi á veginum. mbl.is/Júlíus

Þrír menn létust í einu mannskæðasta umferðarslysi sem orðið hefur hér á landi, þegar rúta með nítján farþega innanborðs og jeppabifreið skullu saman á Vesturlandsvegi um klukkan 19 í gær.

Tilkynning um slysið barst klukkan 19.05 og fór 45 manna lið frá Slökkviliði Reykjavíkur á vettvang, sem sendi tvær tækjabifreiðir og fjórar sjúkrabifreiðir á vettvang, auk einnar neyðarbifreiðar. Tvær sjúkrabifreiðir af Akranesi voru einnig kallaðar til aðstoðar. Á annan tug lögreglumanna kom á vettvang og hóf aðgerðir ásamt öðrum björgunarmönnum.

Björgunaraðgerðir gengu vel á slysstað

Björgunaraðgerðir gengu vel á slysstað og munaði þar mest um hversu fljótt náðist til hinna slösuðu án þess að beita þyrfti sérhæfðum tækjabúnaði. Tækjabúnaði var beitt til að ná hinum látnu út úr bifreiðunum. Þeir voru úrskurðaðir látnir fljótlega eftir að komið var að.

Vegfarendur veittu aðstoð

Slysið er með því alversta sem orðið hefur hérlendis en mannskæðasta umferðarslysið varð þegar fjórir piltar á aldrinum 15 til 18 ára létust í árekstri tveggja bifreiða á Búrfellsvegi í Gnúpverjahreppi árið 1988.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert