Ein viðamesta björgunaraðgerð á Íslandi

Björgunarsveitir eru enn að flytja fólk úr föstum bílum á Þrengslum. Fólkið er flutt til Þorlákshafnar eða Reykjavíkur og að sögn lögreglu á Selfossi er veður afar slæmt á þessum slóðum. Talið er að búið sé að flytja allt að 1.500 manns af veginum. Að sögn manna í stjórnstöð Landsbjargar er enn fólk í þremur til fjórum tugum bíla á veginum. Skyggni hefur verið slæmt og miklir skaflar verið að myndast. Byrjað var að liðsinna fólkinu í gærkvöld en flestir hafa setið í bílum sínum frá því um áttaleytið í gær. Talið er að það taki 3 - 4 tíma að flytja þá sem enn eru á Þrengslavegi til Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert