Skrifað undir í skugga deilna

Skrifað verður undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins á morgun. Þetta varð ljóst í gærmorgun eftir að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar í skattamálum.

Á sama tíma dregur til tíðinda hjá landsbyggðarfélögum innan Verkamannasambandsins, VMSÍ. Formenn sambandsins og Landssambands iðnverkafólks hittust til skrafs og ráðagerða í gær, en formlegur fundur þeirra er á dagskrá fyrir hádegi í dag. Þar verða ákveðin næstu skref í ljósi þess að fjögur stór félög innan VMSÍ, sem saman mynda Flóabandalagið, hafa náð samningum á meðan landsbyggðarfélög undirbúa verkfallsátök.

Forystumenn landsbyggðarfélaganna, sem margir hverjir höfðu gagnrýnt nýgert samkomulag Flóabandalagsins og SA harkalega, vildu í gær ekkert tjá sig um þann ágreining sem kominn er upp innan VMSÍ. Hið sama gilti um Björn Grétar Sveinsson, formann VMSÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði ágreininginn í gær vera áhyggjuefni, en VMSÍ er stærsta landssambandið innan Alþýðusambandsins.

Halldór Björnsson, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins í samningaviðræðunum, sagði í gær að ef brúa ætti þá djúpstæðu gjá sem komin er upp yrðu þeir sem kveiktu eldana að slökkva þá. "Það er alveg á hreinu," sagði Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert