Tíðin sjaldan verri á suðvesturhorninu

Tíðarfar hefur ekki verið verra á suðvesturhorni landsins í 17 ár eða allt frá árinu 1983 að sögn Eyjólfs Þorbjörnssonar, veðurfræðings á Veðurstofu. Horfur eru hins vegar góðar.

Eyjólfur Þorbjörnsson sagði í fréttum á Bylgjunni að ýmis teikn væru á lofti um að veðrið væri að mildast því að undanförnu hefði verið heldur hlýrra í veðri og úrkoman blautari. Kostnaður við snjómokstur í Reykjavík frá áramótum er orðinn um 85 milljónir króna, að sögn Bylgjunnar, og er það langt umfram meðaltal undanfarinna ára, sé miðað við sama tíma. Enn er unnið á vöktum frá klukkan fjögur á nóttunni til miðnættis við að hreinsa götur borgarinnar. Þegar mest hefur verið hafa tæplega 80 snjóruðningstæki verið að störfum í einu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert