Tilraunaeldi á norskum laxi leyft á Reykjanesi

Landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að heimila eldi á norskum laxi í kvíum í tilraunaskyni við Vogastapa á Reykjanesi næstu tvö ár. Ráðuneytinu hafa einnig borist umsóknir frá fiskeldisfyrirtækjum um leyfi til að ala norskan lax í Hvalfirði og Eyjafirði.

Leyfið er bundið við svokallað skiptieldi þannig að ekki verður heimilt að hafa lax í kvíunum í janúar, febrúar og mars. Þá hefur jafnframt verið ákveðið að fram fari mat á hugsanlegum áhrifum á lífríki Stakksfjarðar og nærliggjandi svæða og verður það mat framkvæmd af nefnd sérfræðinga sem landbúnaðarráðherra skipar. Þá hefur ráðherra ákveðið að skipa starfshóp sem fari yfir þætti sem snerta sambýli kvíaeldis og villtrar náttúru. Er það gert í ljósi þess áhuga sem nú er á frekara eldi í kvíum hér við land og þeirra miklu hagsmuna sem falin eru í hlunnindum yfir eitt þúsund veiðijarða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert