Stjúpættleiðing samkynhneigðra samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti síðdegis breytingu á lögum um staðfesta samvist sem felur í sér að samkynhneigðir í staðfestri sambúð fái rétt til stjúpættleiðinga. Var frumvarpið samþykkt með 46 atkvæðum gegn einu, en þrír sátu hjá. Greiddi Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins atkvæði á móti frumvarpinu en flokksbræður hans, Tómas Ingi Olrich, Guðjón Birgisson og Guðjón Guðmundsson sátu hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert