Ellefu ákærðir í e-töflumáli

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 11 einstaklingum vegna aðildar að umfangsmiklu e-töflumáli, sem lögregla kom upp um í lok síðasta árs. Einn hinna ákærðu ber þyngstu sökina og er ákærður fyrir innflutning á tæpum 4 þúsund e-töflum en meðákærðu tengjast innflutningi fíkniefnanna með einum eða öðrum hætti.

Þrír ungir menn sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði aðalsakborninginn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júní í gær, en ákærði kom við sögu máls Kios Briggs hérlendis á sínum tíma. Briggs situr í fangelsi í Danmörku vegna e-töflumáls og hefur afplánað nærri helming fangelsisrefsingar sinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert