Eftir 1.300 sjómílna siglingu frá Paimpol í Frakklandi er áætlað að fyrstu bátarnir komi inn til Reykjavíkur á sunnudag. Siglt verður frá Reykjavík 5. júlí en keppninni lýkur ekki fyrr en sigurvegarinn hefur náð aftur landi í Paimpol. Siglingakeppnin tengist dagskrá Menningarborgar 2000 og fer dagskráin frá 24. -29. júní hér á eftir:
Laugardagur 24. júní
MENNINGARMIÐSTÖÐIN SKAFFELL, SEYÐISFIRÐI
Karlinn í tunglinu og börnin á jörðinni
Markmið verkefnisins er að ná til barna allra landa og búa til úr framlögum þeirra heildstæða sýningu á verkum sem sýnd verða í öllum löndum veraldar.
www.moon.is
Menningarveisla
Stórtónleikar þar sem góður hópur tónlistarmanna og söngvara flytja lög eftir vestfirska höfunda í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Meðal flytjenda eru Helgi Björnsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Reynir Guðmundsson og Rúnar Þór Pétursson. Menningarveislan sem stendur til 26. júní er jafnframt hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitafélaga.
vesturferdir@vesturferdir.is
AKRANES
Jónsmessubrenna
Í tengslum við Sjávarlist á Akranesi verður Jónsmessubrenna í Kalmansvík og miðnæturganga á Akrafjall á vegum Íþróttanefndar. Dagskráin er hluti af samstarfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitafélaga.
www.akranes.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS
Gleymdir staðir
Íslenski arkitektaskólinn (ÍSARK) í samstarfi við Nordisk Arkitekturakademi efndi til námskeiðs og setti upp vinnubúðir þar sem nemendur og kennarar frá 11 arkitektaskólum á Norðurlöndunum komu saman til að skiptast á skoðunum um hugtakið "landnám" í ljósi íslenskrar borgarmenningar í upphafi nýs árþúsunds. Í tengslum við verkefnið verður opnuð sýning á verkum nemendanna sem stendur til 2. júlí.
AKUREYRI
L2000
Í tilefni af 50 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldin fimm daga alþjóðleg leiklistarhátíð á Akureyri undir yfirskriftinni L2000. Þetta er ein stærsta leiklistarhátíð sem nokkru sinni hefur verið haldin hér á landi með alls ellefu leiksýningum auk götuleikhúsa og fleira. Í dag er m.a. boðið upp á sýningar frá Leikfélagi Húsavíkur, Skagaleikflokknum og Litla leikklúbbnum – Ísafirði. Hátíðin stendur til 25. júní.
www.tv.is/bil/L2000
M/S NORDWEST VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN KL. 14:00
Fólk og bátar í Norðri
Fólk og bátar í Norðri er fljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Hjaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. Að lokinni leiðsögn kl. 14:00 verða tónleikar Léttsveitar harmónikufélags Reykjavíkur eða um kl. 14:30.
LAUGARDALUR
Sumaríþróttavika ÍBR
Sumaríþróttavikan er haldin í samstarfi við Íþróttahátíð ÍSÍ og fjölmarga aðra skipuleggjendur og lýkur í dag með pompi og pragt. Fjölskyldudagur verður í Laugardalnum, frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fjöllistamenn, tónleikar og götuleikhús í Laugardalnum.
www.ibr.is
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Sunnudagur 25. júní
Kappsigling Iceland Skippers
Kappsigling frá Paimpol á Bretaníuskaga til Reykjavíkur með þátttöku Íslendinga. Eftir 1300 sjómílna siglingu frá Paimpol er áætlað að fyrstu bátarnir komi inn til Reykjavíkur í dag. Siglt verður frá Reykjavík 5. júlí en keppninni lýkur ekki fyrr en sigurvegarinn hefur náð aftur landi í Paimpol.
http://www.besta.is/sigling
HALLGRÍMSKIRKJA KL. 20:00
Jubilate
Hinn margverðlaunaði finnski kammerkór Jubilate flytur kveðjur frá menningarborginni Helsinki til Reykjavíkur. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt. Kórinn mun halda tvenna tónleika á Íslandi, þeir síðari verða á morgun í Reykholtskirkju.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS KL. 14-16
Lífið við sjóinn
Samsýning menningarborganna þriggja, Reykjavíkur, Bergen og Santiago de Compostella og eyjarinnar Tatihou af ströndum Normandí lýkur í dag en þar er lögð áhersla á fiskveiðar og siglingar á 20. öldinni og mikilvægi þeirra fyrir efnahag og afkomu hverrar borgar. Í tilefni lokadagsins verða harmonikkutónleikar milli kl. 14 og 16.
M/S NORDWEST VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN KL. 15:00
Fólk og bátar í Norðri
Fólk og bátar í Norðri er fljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Hjaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. Í dag mun Ágúst Georgsson frá Sjóminjasafni Íslands flytja fyrirlestur um síðasta skipasmiðinn í Engey en að því loknu verður gengið um sýninguna undir leiðsögn Pär Stolpe sýningarstjóra frá Sjóminjasafninu í Stokkhólmi. Íslenskur túlkur verður á staðnum.
AKUREYRI
L2000
Lokadagur hinnar alþjóðlegu leiklistarhátíðar L2000 sem haldin er á Akureyri. Í dag sýnir Skagaleikflokkurinn Lifðu – yfir dauðans haf og Litli leikklúbburinn frá Ísafirði sýnir Fuglinn í fjörunni. Þá verður lokahóf og verðlaunaafhending í KA-heimilinu.
www.tv.is/bil/L2000
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Mánudagur 26. júní
REYKHOLTSKIRKJA KL. 21:00
Jubilate
Síðari tónleikar hinns margverðlaunaða finnska kammerkórs Jubilate, sem flytur kveðjur frá menningarborginni Helsinki til Reykjavíkur. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt.
M/S NORDWEST VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN KL. 18:00
Fólk og bátar í Norðri
Fólk og bátar í Norðri er fljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Hjaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. Í dag verður leiðsögn um sýninguna.
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Þriðjudagur 27. júní
M/S NORDWEST VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN KL. 18:00
Fólk og bátar í Norðri
Fólk og bátar í Norðri er fljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Hjaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. Í dag verður leiðsögn um sýninguna.
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Miðvikudagur 28. júní
M/S NORDWEST VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN KL. 18:00
Fólk og bátar í Norðri
Fólk og bátar í Norðri er fljótandi farandsýning um borð í flutningaskipinu M/S Nordwest - spennandi sýning með einstöku safni báta frá öllum Norðurlöndum, Eistlandi og Hjaltlandseyjum. Flutningaskipið Nordwest heimsækir í sumar ellefu hafnir í sex löndum. Í dag verður leiðsögn um sýninguna.
BÆJAR- OG HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ SELFOSSI KL. 20:00
Mannlíf á Suðurlandi
Í tenglsum við verkefnið Mannlíf á Suðurlandi sem Holta- og Landssveit og Sveitarfélagið Árborg standa fyrir flytur Sigurður A. Magúnsson rithöfundur erindi um Guðmund Daníelsson rithöfund og ljóðskáld.
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Fimmtudagur 29. júní
VEGAS KL. 21:00
Big Band Brútal
Viðburður Óvæntra bólfélaga er að þessu sinni frá Big Band Brútal sem spinnur "live soundtrack" við teiknimyndir Hugleiks Dagssonar. Kalli, Brútalhákarlinn vingjarnlegi verður ekki langt undan og dularfull, brasilísk kanína mun hringa sig um súlurnar. Einar Örn Benediktsson steikir skífur, Hilmar Þórðarson stýrir TALsímgjörningnum Telefóníunni og barþjónar Vegas seiða fram þokkafullt Fresca hanastél.
www.kitchenmotors.com
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is