Íslenska skútan í sjötta sæti

Íslenska skútan Besta var í gærkvöldi í sjötta sæti í siglingakeppninni milli Paimpol og Reykjavíkur. Besta missti forystuna á miðvikudaginn, þegar franska skútan Gravlinga skaust fram úr. Þessar tvær skútur höfðu lengi vel afgerandi forystu, en Besta dróst síðan aftur úr og var um tíma í níunda sæti. Upphaflega lögðu ellefu skútur af stað en ein skútan hefur snúið til Írlands til viðgerða. Baldvin Björgvinsson, skipstjóri Bestu, segist ekki hafa neinar áhyggjur af slæmri stöðu Bestu og býst við að ná forystunni aftur innan skamms. Keppendur lentu í hörðum mótvindi vestur af Írlandi og Baldvin ákvað að hætta að berjast á móti vindinum og taka þess í stað stefnuna í vestur til að ná hagstæðum byr í lægð sem mun vera á leið til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert