Kristinn Magnússon og Fylkir Sævarsson syntu í tæpar tvær klukkustundir í Fossvoginum í Reykjavík í dag. Að sögn Kristins voru þeir félagar að æfa sig fyrir Viðeyjarsund sem þeir hyggjast synda um næstu helgi. Í dag syntu þeir frá Nauthólsvík, yfir voginn, og að siglingafélaginu Ými í Kópavogi. Þaðan héldu þeir inn í botn vogsins og syntu svo með ströndinni að Siglunesi, út í miðjan voginn og loks aftur í Nauthólsvík.