Útvarpsstöðin Matthildur er hætt útsendingum. Hans Konrad Kristjánsson, eigandi stöðvarinnar, ákvað að hætta útsendingum síðastliðinn mánudag í kjölfar þess að STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, hótaði að setja lögbann á stöðina vegna vangoldinna stefgjalda.