Talsverðar breytingar hjá Samfylkingunni

FÁEINAR breytingar hafa orðið á nefndaskipan í fastanefndum Alþingis en gengið var frá skipan í þær á setningarfundi þingsins síðastliðinn mánudag. Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson kemur í stað flokksbróður síns, Péturs H. Blöndal, í efnahags- og viðskiptanefnd en síðan hefur Samfylkingin gert talsverðar breytingar, þannig kemur Ásta R. Jóhannesdóttir inn í félagsmálanefnd í stað Kristjáns L. Möller, Bryndís Hlöðversdóttir og Svanfríður Jónasdóttir koma inn í iðnaðarnefnd í stað Ástu R. og Rannveigar Guðmundsdóttur og Sigríður Jóhannesdóttir tekur sæti í landbúnaðarnefnd í stað Einars Más Sigurðarsonar.

Einar Már tekur í staðinn sæti Svanfríðar Jónasdóttur í menntamálanefnd, Jóhann Ársælsson kemur inn í umhverfisnefnd í stað Össurar Skarphéðinssonar og Þórunn Sveinbjarnardóttir sest í utanríkismálanefnd í stað Margrétar Frímannsdóttur.

Nefndaskipan AlþingisAllsherjarnefnd: Þorgerður K. Gunnarsdóttir (D), Guðrún Ögmundsdóttir (S), Hjálmar Jónsson (D), Jónína Bjartmarz (B), Lúðvík Bergvinsson (S), Katrín Fjeldsted (D), Sverrir Hermannsson (F), Ásta Möller (D) og Ólafur Örn Haraldsson (B).

Efnahags- og viðskiptanefnd: Vilhjálmur Egilsson (D), Jóhanna Sigurðardóttir (S), Einar K. Guðfinnsson (D), Kristinn H. Gunnarsson (B), Margrét Frímannsdóttir (S), Sigríður A. Þórðardóttir (D), Ögmundur Jónasson (V), Gunnar Birgisson (D), Hjálmar Árnason (B).

Félagsmálanefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Guðrún Ögmundsdóttir (S), Pétur H. Blöndal (D), Ólafur Örn Haraldsson (B), Ásta R. Jóhannesdóttir (S), Kristján Pálsson (D), Steingrímur J. Sigfússon (V), Drífa Hjartardóttir (D), Jónína Bjartmarz (B).

Fjárlaganefnd: Einar Oddur Kristjánsson (D), Einar Már Sigurðarson (S), Árni Johnsen (D), Jón Kristjánsson (B), Gísli S. Einarsson (S), Hjálmar Jónsson (D), Jón Bjarnason (V), Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Ísólfur Gylfi Pálmason (B), Össur Skarphéðinsson, Kristján Pálsson (D).

Heilbrigðis- og trygginganefnd: Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Bryndís Hlöðversdóttir (S), Tómas Ingi Olrich (D), Jónína Bjartmarz (B), Ásta R. Jóhannesdóttir (S), Katrín Fjeldsted (D), Þuríður Backman (V), Ásta Möller (D), Jón Kristjánsson (B).

Iðnaðarnefnd: Guðjón Guðmundsson (D), Bryndís Hlöðversdóttir (S), Pétur H. Blöndal (D), Hjálmar Árnason (B), Svanfríður Jónasdóttir (S), Drífa Hjartardóttir (D), Árni Steinar Jóhannsson (V), Árni R. Árnason (D), Ísólfur Gylfi Pálmason (B).

Landbúnaðarnefnd: Hjálmar Jónsson (D), Sigríður Jóhannesdóttir (S), Drífa Hjartardóttir (D), Jónína Bjartmarz (B), Guðmundur Árni Stefánsson (S), Guðjón Guðmundsson (D), Þuríður Backman (V), Einar Oddur Kristjánsson (D), Kristinn H. Gunnarsson (B).

Menntamálanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir (D), Sigríður Jóhannesdóttir (S), Tómas Ingi Olrich (D), Ólafur Örn Haraldsson (B), Einar Már Sigurðarson (S), Árni Johnsen (D), Kolbrún Halldórsdóttir (V), Þorgerður K. Gunnarsdóttir (D), Kristinn H. Gunnarsson (B).

Samgöngunefnd: Árni Johnsen (D), Lúðvík Bergvinsson (S), Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Hjálmar Árnason (B), Kristján L. Möller (S), Þorgerður K. Gunnarsdóttir (D), Jón Bjarnason (V), Guðmundur Hallvarðsson (D), Jón Kristjánsson (B).

Sjávarútvegsnefnd: Einar K. Guðfinnsson (D), Jóhann Ársælsson (S), Árni R. Árnason (D), Kristinn H. Gunnarsson (B), Svanfríður Jónasdóttir (S), Guðmundur Hallvarðsson (D), Guðjón A. Kristjánsson (F), Vilhjálmur Egilsson (D), Hjálmar Árnason (B).

Umhverfisnefnd: Kristján Pálsson (D), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S), Katrín Fjeldsted (D), Ólafur Örn Haraldsson (B), Jóhann Ársælsson (S), Gunnar Birgisson (D), Kolbrún Halldórsdóttir (V), Ásta Möller (D), Ísólfur Gylfi Pálmason (B).

Utanríkismálanefnd: Tómas Ingi Olrich (D), Sighvatur Björgvinsson (S), Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Jón Kristjánsson (B), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S), Árni R. Árnason (D), Steingrímur J. Sigfússon (V), Einar K. Guðfinnsson (D), Jónína Bjartmarz (B).

Eftirtaldir þingmenn eiga sæti í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins: Einar K. Guðfinnsson (D), Jóhanna Sigurðardóttir (S), Ásta Möller (D).

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins: Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Margrét Frímannsdóttir (S), Ólafur Örn Haraldsson (B).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert