Rafmagnslaust í miðborg Reykjavíkur í nokkrar sekúndur

Rafmagn fór af miðborg Reykjavíkur í nokkrar sekúndur upp úr klukkan tvö í dag. Að sögn starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur fór rafmagnið af vegna mannlegra mistaka er verið var að vinna við að breyta tengingu kerfisins í stöð við Barónsstíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert