Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda, FTT, mótmælir áformum útvarpsráðs um fyrirhugaðar breytingar á reglum vegna þátttöku Ríkisútvarpsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en nú eiga höfundar að semja og flytja verk sín í aðalkeppninni á íslensku. Telur stjórn FTT að með þessu sé höggvið að sjálfsákvörðunarrétti höfunda og þeim settar listrænar skorður.