Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi í fyrsta sinn milli Eyja og lands í morgun undir merkjum Samskipa, sem tóku við rekstri ferjunnar um áramótin. Björgvin Arnaldsson, rekstrarstjóri skipsins, segir Samskipsmenn spennta fyrir rekstrinum og bjartsýna og hafa ýmsar hugmyndir um breytingar á honum, m.a. hafa þeir sótt um leyfi fyrir vínveitingar um borð í skipinu.