Sigraði í söngkeppni Samfés

Tinna Marína Jónsdóttir.
Tinna Marína Jónsdóttir. mbl.is/Jón Svavarsson

Tinna Marí­an Jóns­dótt­ir, 15 ára, bar í gær­kvöldi sig­ur úr být­um í söng­keppni Sam­fés, Sam­bands fé­lags­miðstöðva, með lagi Cel­ine Dion, All Com­ing Back To Me. Tinna keppti fyr­ir hönd Tóna­bæj­ar en alls tóku 43 kepp­end­ur þátt í söng­keppn­inni sem fram fór í troðfullri Laug­ar­dags­höll­inni. Í öðru sæti varð Birna Dröfn Jóns­dótt­ir frá fé­lags­miðstöðinni Frosta­skjóli sem flutti lagið Roads með Port­is­head. Í þriðja sæti lenti Klara Ósk Elías­dótt­ir, fé­lags­miðstöðimni Ver­inu í Hafnar­f­irði, með lagið Can't Fig­ht the Moon­ligt með Le­ann Ri­mes. Sig­ur­veg­ar­inn frá í fyrra, Ragn­heiður Grön­dal, söng tvö lög á meðan beðið var eft­ir úr­slit­um og eld­gleyp­ir­inn og fjöll­istamaður­inn Mig­hty Garreth sýndi list­ir sín­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka