Banni við sýningu kvikmyndarinnar Veldi tilfinninganna, eftir japanska kvikmyndaleikstjórann Nagisa Oshima, hefur verið aflétt í Noregi, 25 árum eftir að það var sett á. Deilur hafa staðið um hvort myndin sé sígilt listaverk eða hvort hún sé tilraun til að klæða klám í listrænan búning. Til stóð að sýna Veldi tilfinninganna á kvikmyndahátíð í Reykjavík 1978 en hætt við þegar sýnt þótti að saksóknari myndi leggja fram kæru ef af sýningu yrði. Sam-bíóin keyptu síðar sýningaréttinn og hafa öðru hvoru reynt að fá kvikmyndina leyfða til sýninga án árangurs.
„Aldrei að vita hvað við gerum"„Þarf bara eitt símtal"