Norðmenn leyfa sýningu á Veldi tilfinninganna eftir 25 ára bann

Nagisa Oshima var staddur ásamt leikkonunni Uno Kanda á kvikmyndahátíðinni …
Nagisa Oshima var staddur ásamt leikkonunni Uno Kanda á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl. en mynd hans Gohatto (Taboo), keppti við Myrkradansarann um gullpálmann. mbl.is

Banni við sýningu kvikmyndarinnar Veldi tilfinninganna, eftir japanska kvikmyndaleikstjórann Nagisa Oshima, hefur verið aflétt í Noregi, 25 árum eftir að það var sett á. Deilur hafa staðið um hvort myndin sé sígilt listaverk eða hvort hún sé tilraun til að klæða klám í listrænan búning. Til stóð að sýna Veldi tilfinninganna á kvikmyndahátíð í Reykjavík 1978 en hætt við þegar sýnt þótti að saksóknari myndi leggja fram kæru ef af sýningu yrði. Sam-bíóin keyptu síðar sýningaréttinn og hafa öðru hvoru reynt að fá kvikmyndina leyfða til sýninga án árangurs.

„Aldrei að vita hvað við gerum"„Þarf bara eitt símtal"
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert