Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðinemi hefur tekið við formennsku í Stúdentaráði Háskóla Íslands úr höndum Eiríks Jónssonar laganema. Þá hefur Dagný Jónsdóttir íslenskunemi leyst Hauk Hannesson verkfræðinema af hólmi í embætti framkvæmdastjóra ráðsins. Dagný og Þorvarður hlutu kosningu í Stúdentaráð 27. og 28. febrúar sl. Röskva á 11 fulltrúa í ráðinu en Vaka níu.