Tveggja ára gömul farþegarúta eyðilagðist eftir að eldur kviknaði í henni er hún var á ferð skammt austur af Selfossi í morgun.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað hvað brunanúm í rútunni olli en eldurinn kviknaði í henni aftanverðri við mótorinn. Brann rútan til kaldra kola og er gjörónýt. Var bifreiðin, sem er 57 farþega og smíðuð árið 1998, stödd á Suðurlandsvegi skammt austur af Þingborg er bílstjórinn varð eldsins var og kallaði eftir hjálp. Var tilkynnt um atvikið til Selfosslögreglunnar klukkan 5:40 í morgun. Ökumaður var einn í rútunni og sakaði hann ekki.