Atli Helgason ber við sjálfsvörn

Atli Helgason, sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni hinn 8. nóvember sl., neitaði sök um að hafa haft ásetning til manndráps, við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Atli er ákærður fyrir að hafa banað Einari Erni með því að slá hann margoft í höfuðið með hamri á bifreiðastæði í Öskjuhlíð í Reykjavík umræddan dag.

Fyrir dómi kvað ákærði Einar Örn hafa verið besta vin sinn og það hefði ekki verið ætlun sín að bana honum. Um hefði verið að ræða hræðilegt slys og hefði hann talið sig vera að verjast eftir að hann lenti í deilum við hinn látna. Ríkissaksóknari krefst þess að Atli verði dæmdur til refsingar og hann verði sviptur leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Ríkissaksóknari ákærir Atla einnig fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu rúmlega fjórar milljónir sem voru eign fyrirtækis sem hann og Einar Örn áttu. Lögmaður fyrirtækisins krefst þess að Atli verði dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmlega sex milljónir auk dráttarvaxta. Neitar að hafa dregið sér fé
Atli er einnig kærður fyrir fjárdrátt með því að hafa í opinberu starfi á árunum 1999 og 2000 sem héraðsdómslögmaður og skipaður skiptastjóri dregið sér 1,2 milljónir króna. Þá er honum gefið að sök að hafa dregið sér um 1,7 milljónir sem skiptastjóri þrotabús Agnars W. Agnarssonar. Ákærði neitaði fyrir dómi sök um öll ákæruatriði vegna fjárdráttar. Aðalmeðferð í málinu hefst 3. maí.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert