Atli Helgason, sem sætir ákæru ríkissaksóknara fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni hinn 8. nóvember sl., neitaði sök um að hafa haft ásetning til manndráps, við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Atli er ákærður fyrir að hafa banað Einari Erni með því að slá hann margoft í höfuðið með hamri á bifreiðastæði í Öskjuhlíð í Reykjavík umræddan dag.
Neitar að hafa dregið sér fé