Að mati geðlæknis, sem rannsakað hefur Atla Guðjón Helgason, sem ákærður er fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni 8. nóvember sl., var morðið framið fyrir hreina slysni. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í dag þar sem geðlæknirinn gaf skýrslu fyrir dómi. Læknirinn bar að Atli hefði alla tíð sneitt hjá öllum átökum og að hann væri hvorki ofbeldisfullur né hættulegur.