Geðlæknir telur voðaverkið hafa verið slys

Að mati geðlæknis, sem rannsakað hefur Atla Guðjón Helgason, sem ákærður er fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni 8. nóvember sl., var morðið framið fyrir hreina slysni. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í dag þar sem geðlæknirinn gaf skýrslu fyrir dómi. Læknirinn bar að Atli hefði alla tíð sneitt hjá öllum átökum og að hann væri hvorki ofbeldisfullur né hættulegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert