Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Atla Guðjón Helgason í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana í nóvember sl. Þá var Atli dæmdur til að greiða sambýliskonu og foreldrum Einars Arnar miska- og skaðabætur samtals á sjöttu milljón króna. Þá var Atli sviptur málflutningsleyfi. Skaðabótakröfu sambýliskonu Einars Arnar vegna missis framfæranda var vísað frá dómi.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild