Nýtt sendiráð Íslands í Vín í Austurríki var opnað formlega í vikunni og þar var margt góðra gesta. Þetta er nítjánda sendiráðið í íslensku utanríkisþjónustunni og sendiherra er Þórður Ægir Óskarsson, sem var áður fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE og stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Vín. Starfsmenn sendiráðsins eru þrír.