Skipt um hjólabúnað í Flugleiðaþotu


mbl.is

Bilun varð í Boeing 757-vél Flugleiða á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Orsök bilunarinnar er ekki ljós en rannsókn á atvikinu er hafin hjá Boeing-verksmiðjunum og hjá tæknistöð Flugleiða. Flugvirkjar Flugleiða fóru til Kaupmannahafnar í morgun. Skipt verður um hjólabúnað vélarinnar og gæti viðgerðin tekið nokkra daga. Smávægileg röskun gæti orðið á áætlun Flugleiða af þessum sökum en leigð hefur verið flugvél í stað þeirrar sem er í viðgerð.

Vélin stóð við brottfararhlið á Kastrup-flugvelli þegar hluti hægri hjólabúnaðar gaf sig. Allir 180 farþegar vélarinnar, sem voru að koma sér fyrir í vélinni, fóru þá frá borði. Þeim var boðin hótelgisting af Flugleiðum og þáðu hana flestir farþeganna en aðrir kusu að bíða í flugstöðinni. Annarri 757-vél Flugleiða var flogið til Kaupmannahafnar í nótt til að sækja farþegana og hún kom til Keflavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert