Íslandsmeistaramót í krikket verður haldið á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ í dag. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið og í þetta sinn munu eigast við tvö lið, sameiginlegt lið Kylfunnar frá Reykjavík og Glaums frá Stykkishólmi, sem tókust á í fyrra þegar mótið var haldið í fyrsta sinn, og nýtt lið sem samanstendur að mestu leyti af starfsmönnum Tryggingamiðstöðvarinnar.
Komnir í hálfgert öngstræti í
þjálfaramálum
Ragnar segir leikmenn liðanna
mjög spennta fyrir keppni dagsins. Þeir séu margir ágætlega
færir og að nýliðar hafi fengið
góða kennslu og þjálfun á undanförnum dögum. „Við leikum eftir reglunum og það er aðalatriðið.
Svo eru allir í hvítum búningum
eins og venja er. Fyrst við erum
að spila þetta, viljum við náttúrlega vera flottir og reynum að
bæta upp fyrir getuna með því að
líta vel út. Síðan höldum við að
sjálfsögðu uppi rétta „krikket-
andanum“, sem er heiðarleiki, góð
framkoma og almenn prúðmennska út í gegn," segir Ragnar
og tekur fram að allir áhugasamir
séu velkomnir á Tungubakkavöll í
dag, en keppnin hefst klukkan
12:30.