Fréttamenn Sky fylgjast með Íslandsmótinu í krikket

Frá keppni sem fram fór hér á landi í fyrra …
Frá keppni sem fram fór hér á landi í fyrra þegar enskt krikketlið kom í heimsókn til Íslands. AP

Íslands­meist­ara­mót í krikk­et verður haldið á Tungu­bakka­velli í Mos­fells­bæ í dag. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið og í þetta sinn munu eig­ast við tvö lið, sam­eig­in­legt lið Kylf­unn­ar frá Reykja­vík og Glaums frá Stykk­is­hólmi, sem tók­ust á í fyrra þegar mótið var haldið í fyrsta sinn, og nýtt lið sem sam­an­stend­ur að mestu leyti af starfs­mönn­um Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar.

Komn­ir í hálf­gert öngstræti í þjálf­ara­mál­um

Ragn­ar seg­ir leik­menn liðanna mjög spennta fyr­ir keppni dags­ins. Þeir séu marg­ir ágæt­lega fær­ir og að nýliðar hafi fengið góða kennslu og þjálf­un á und­an­förn­um dög­um. „Við leik­um eft­ir regl­un­um og það er aðal­atriðið. Svo eru all­ir í hvít­um bún­ing­um eins og venja er. Fyrst við erum að spila þetta, vilj­um við nátt­úr­lega vera flott­ir og reyn­um að bæta upp fyr­ir get­una með því að líta vel út. Síðan höld­um við að sjálf­sögðu uppi rétta „krikk­et- and­an­um“, sem er heiðarleiki, góð fram­koma og al­menn prúðmennska út í gegn," seg­ir Ragn­ar og tek­ur fram að all­ir áhuga­sam­ir séu vel­komn­ir á Tungu­bakka­völl í dag, en keppn­in hefst klukk­an 12:30.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka