Synti þvert yfir Þingvallavatn

Fylkir á sundi í Þingvallavatni í kvöld. Hann synti skriðsund …
Fylkir á sundi í Þingvallavatni í kvöld. Hann synti skriðsund mestalla leiðina. mbl.is/Sigurður Jökull

Fylkir Sævarsson synti í kvöld þvert yfir Þingvallavatn, frá Mjóanestanga til Eldvíkur. Um er að ræða rúmlega 4,2 km leið og synti Fylkir hana á sléttum tveimur klukkutímum. Honum var vel fagnað þegar hann tók land um klukkan 22:30 en 30-40 manns biðu á bakkanum neðan við Nesjavallavirkjun. "Næst á dagskrá er að fara í heita pottinn," sagði Fylkir við mbl.is þegar hann hafði lokið sundinu en hann var aðeins í sundskýlu og með gleraugu og var ósmurður í ísköldu vatninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert