Sala á nýjustu sólóplötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, hefur gengið vel, að sögn Dereks Birkets, útgefanda Bjarkar hjá útgáfufyrirtækinu One Little Indian. Búið er að selja 1,2 milljónir eintaka á heimsvísu, en platan kom út í Evrópu á miðvikudag. Platan vermir efstu sæti í Frakklandi og á Spáni og fjórða sætið í Þýskalandi.
Í umfjöllun um plötuna sem birtist á síðum Lesbókar í dag segir meðal annars: "Vespertine er vitnisburður um að Björk hefur ekki staðnað sem tónlistarmaður, heldur stigið ákveðið skref í tiltekna átt."