Björk í efsta sæti á sölulistum í Noregi og Danmörku

Nýjasta breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur náði efsta sæti í Danmörku og …
Nýjasta breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur náði efsta sæti í Danmörku og Noregi. mbl.is

Breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttir, Vespertine, náði efsta sætinu í fyrstu viku á vinsældarlistum í Danmörku og Noregi. Á sama tíma hafnaði Vespertine í sjöunda sæti í Svíþjóð. Þá er breiðskífa Bjarkar í áttunda sæti á breiðskífulista í Bretlandi.

Ásmundur Jónsson hjá útgáfufyrirtækinu Smekkleysu, sem gefur út breiðskífu Bjarkar hér á landi, sagði að árangur hennar í Evrópu væri frábær og jafnvel betri en þegar hún gaf út breiðskífuna Homogenic, sem kom út árið 1997, en þá náði hún einnig efsta sætinu í Danmörku. Hann benti hins vegar á að salan á breiðskífunni væri rétt að hefjast og ekki ljóst hver niðurstaðan yrði fyrr en síðar. Ásmundur sagði að breiðskífan, sem kom út 27. ágúst, hefði fengið heilsíðuumfjöllun í Billboard-tímaritinu í Bandaríkjunum og að þar væru gerðar miklar væntingar til hennar á sölulista.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert