Kvikmyndaskóli Íslands og SkjárEinn hafa gert með sér samstarfssamning. Hann felur í sér víðtækt samstarf í starfsmanna- og markaðsmálum, endurmenntun, þróun og gerð íslenskra sjónvarpsþátta.
"Kvikmyndaskólinn mun verða SkjáEinum innan handar með þróun á íslenskri þáttagerð og gerð prufuþátta. Nemendur munu þannig fá dýrmæta reynslu við lausn raunverulegra verkefna og SkjárEinn fær góðs notið af hugmyndaríki nemenda. Þeir nemendur sem sýna góða frammistöðu munu fá tækifæri til að starfa við gerð íslensks sjónvarpsefnis á SkjáEinum. Enn fremur mun Kvikmyndaskólinn sjá um endurmenntun og tilfallandi námskeið fyrir starfsmenn SkjásEins," segir í fréttatilkynningu.