Björk fellur í 21. sæti breska breiðskífulistans

Breiðskífa Bjarkar, Vespertine, féll í 21. sæti á nýjum breskum breiðskífulista, sem gildir frá 9. september. Björk, sem er aðra viku á listanum, komst í fyrstu vikunni í áttunda sætið. Björk stendur hins vegar í stað í öðru sæti á óháða listanum í Bretlandi með breiðskífu sína. Hún er í 19. sæti bandaríska breiðskífulistans í fyrstu viku, en nýr listi er væntanlegur í vikunni. Þá hefur söngkonan komist á toppinn með breiðskífuna í Noregi, Danmörku, Frakklandi og Spáni.

Lagið hennar Hidden Place, af breiðskífunni Vespertine, er fallið af lista yfir 20 vinsælustu lögin á óháða listanum í Bretlandi eftir fimm vikur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert