Vespertine fellur í Bandaríkjunum og Bretlandi

Björk Guðmundsdóttir er fallin í 28. sæti á bandaríska breiðskífulistanum Billboard með breiðskífu sína Vespertine. Björk, sem er aðra viku á lista, var í 19. sæti í síðustu viku en fellur nú um níu sæti. Þá er hún í 11. sæti á breska óháða breiðskífulistanum, sem birtur er í gær. Hún fellur um níu sæti á listanum en breiðskífa hennar er búin að vera þrjár vikur á lista. Þá er hún í 47. sæti á breska breiðskífulistanum, en var í 21. sæti vikuna á undan. Vespertine náði hæst í 8. sæti listans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert